Þvottadagur

Ljóð, Páskaeyjan (2019)

lífið er ekki ímyndanir
það er sjúkdómar og ást

Þvottadagur er síðasti kafli þríleiks sem hófst með Leiðarvísi um þorp og hélt áfram í Stórum olíuskipum. Bókin lýsir ferðalagi milli þorps og borgar, drauma og veruleika, bernskuminninga og ástarsambanda, og meðal viðfangsefna má nefna dekkjaverkstæði, sorphirðu Reykjavíkurborgar og Michael Jordan. Ferðast er um innri og ytri veruleika í átt að áfangastað og umhverfið dregið upp með sterkum myndum.

 

Krossfiskar

Skáldsaga, Partus (2018)

Enn horfði ég á vatnið. Mér fannst ekkert eðlilegra en að vera þar sem ég var, einmitt núna. Ég sá að ævi mín var bara undanfari þessa augnabliks.

Daníel býr einn í íbúð sem móðir hans á. Hann er hættur í háskólanum og hefur hvorki efni á mat né eldsneyti. Dag einn fær hann tvö símtöl, eitt frá fyrrverandi skólafélaga og annað frá lögreglunni, sem hrinda af stað dularfullri atburðarás. Krossfiskar er spennuþrungin skáldsaga um átök sálarinnar – um mörk góðs og ills, vonar og vonleysis.

 

Millilending

Skáldsaga, Partus (2017)

Tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2017.

María er tuttugu og tveggja ára.
Hún er komin til Reykjavíkur
til að sækja litina hans Karls Kvarans.
Svo ætlar hún að fara.

„Ég las þessa bók ekki – ég drakk hana í mig. Óþægilega sannfærandi portrett af Íslandi samtímans sem birtist okkur hér sem dimmt og grimmt þjóðfélag þar sem lítil hjörtu þurfa á stórum stígvélum að halda til að geta fótað sig.“

– Hallgrímur Helgason

Dönsk þýðing: Gyldendal (væntanleg 2020)

 

Stór olíuskip

Ljóð, Partus (2017)

Hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017.
Tilnefnd til Maístjörnunnar 2017.

„Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.“

– úr umsögn dómnefndar.

 

Leiðarvísir um þorp

Ljóð, Partus (2017)

Þoka situr á fjallstoppi eins og hárkolla
Hún prjónar kindur með hvítum þráðum

Í bókinni er að finna leiðbeiningar um staði, tímabil, manneskjur og minningar. Leiðbeinandinn stendur í mýri, eltir blaðbera og styttir sér leið í gegnum garð nágrannans, áður en hann vísar loks lesandanum aftur heim. En þorpið hefur áhrif á þá sem heimsækja það
– og gestirnir hafa áhrif á þorpið.

 

Portrait af Jónasi.jpg

Jónas Reynir Gunnarsson

er fæddur 1987. Hann er alinn upp í Fellabæ og nam ritlist við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Millilendingu og Krossfiska, verðlaunaleikritið Við deyjum á Mars og ljóðabækurnar Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip, en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017.

jonasreynir (at) gmail . com

Verðlaun, 
viðurkenningar og tilnefningar

2017     Tilnefning til Menningarverðlauna DV fyrir Millilendingu.
2017     Tilnefning til Maístjörnunnar fyrir Stór olíuskip.
2017     Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Stór olíuskip.
2016     Viðurkenning í Ljóðstaf Jóns úr Vör.
2015     Fyrsta sæti í leikritunarkeppni Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands fyrir Við deyjum á Mars.
2014     Fyrsta sæti í ljóðakeppni Stúdentablaðsins, Háskólaskáldið.


Leikrit

2016     Við deyjum á Mars – höfundur. Sviðslistadeild LHÍ, leikstjóri Stefán Jónsson.
2014     Petra – handritsráðgjafi. Dance for Me á LÓKAL, leikstjóri Pétur Ármannsson.
2013     Sá á fund sem finnur sig – meðhöfundur. Nemendaleikhúsið, leikstjóri Pétur Ármannsson.
2013     Næturlíf – handritsráðgjafi. Tilraunaleikhús Austurlands, leikstjóri Pétur Ármannsson.
2008     3DM – höfundurFrú Norma, leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
2007     Súper-Maríó – höfundur. Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, leikstjóri Guðjón Sigvaldason.


Aðrar birtingar

2017     Ljóð í Ljóðbréfi (Tunglið).
2017     Þátttakandi í verkefni Reykjavíkur UNESCO Bókmenntaborgar, Waters and Harbours in the North.
2016     Ljóð í verkefni Reykjavíkur UNESCO Bókmenntaborgar, Orðið á götunni.
2015     Þau stara á mig, smásaga (Partus).
2014     Ljóð í Tímariti Máls og menningar: Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum.
2011-14     Birti sögur í myndasögublaðinu Ókeipiss auk þess að ritstýra með Hugleiki Dagssyni.
2005-10     Vefmyndasagan Arthúr, með Finni Torfa Gunnarssyni, var birt á netinu þrisvar í viku.
2008     Gestamyndasaga í Eineygði kötturinn Kisi og ástandið eftir Hugleik Dagsson (Forlagið).
2006     Arthúr, myndasögubók með Finni Torfa Gunnarssyni (Skrudda).