MÚFFA
Skáldsaga (2024)
Alma er doktor í heimspeki og fyrrverandi háskólakennari en síðan þau Bjössi fluttu á æskuslóðir hans hefur hún kennt við grunnskólann í þorpinu og litað hárið á sér bleikt. Markús stjúpsonur hennar býr hjá þeim, þrjátíu og þriggja ára gamall og situr inni í herbergi í tölvunni dag og nótt. Pakki sem hann fær sendan í pósti einn daginn markar þáttaskil – fyrir þau öll.
Kápa: Alexandra Buhl
Útgefandi: Mál og menning
„Þetta er falleg og heimspekileg saga sem einmitt af þeirri ástæðu mætti lesa 10 sinnum, jafnvel oftar.“
Jóhannes Ólafsson / RÚV
„Verkið er taktfast, byrjar í hægum takti en smám saman eykst takturinn og í lokin koma allar laglínur saman í tilkomumiklu kresendói. Frásögnin dansar stundum á mörkum raunsæis og furðu og endirinn er óvæntur og stórbrotinn.“
Kristín María Kristinsdóttir / Tímarit Máls og menningar
„Múffa er launfyndin og ískyggileg bók þar sem mörkin á milli hins kunnuglega og hins undarlega eru jafn óljós og mörk dags og nætur í íslenska skammdeginu. Þá er endir bókarinnar sennilega einn sá mest spennandi og djarfasti sem runnið hefur undan rifjum Jónasar Reynis síðan hann sendi frá sér Krossfiska.“
Þorvaldur S. Helgason / bokmenntir.is
„Skáldsagan er heimspekileg, tilvistarleg og súrrealísk. ... Mögulega skilur bókin lesandann eftir með fleiri spurningar en svör en vel slípaður stíll Jónasar skapar virkilega heillandi og dularfullt andrúmsloft.“
Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn